„Bókin ,,Strákar úr skuggunum“ veitir einstaka innsýn í upphafsár gay hreyfingarinnar á Íslandi. Hún segir nýja raunsæja sögu sem fellur ekki að þeirri almennu söguskoðun sem oftast er haldið á lofti. Bókin er skrifuð af eldmóði og lipurð. Hún er hressandi lesning í skammdeginu. Gagnrýnin er hörð en húmor […] og meitlaðar setningar gleðja lesandann.“

— Baldur Þórhallsson


„Ég hafði sérlega gaman af þessari bók og áttaði mig nú á því að engin saga er einföld og utanfrá séð, mætti maður ætla við fyrstu sýn að hommar þess tíma hafi allir verið einhuga um hvaða leiðir ætti að fara í sinni réttinda- og sjálfstæðisbaráttu. Sú var auðvitað alls ekki raunin. Þannig að það var fróðlegt fyrir mig að sjá hans sýn á þetta.“

— Guðni Th. Jóhannesson


„Einna forvitnilegastur fannst mér kaflinn um baráttuna um íslensku orðin. Þar mátti Böðvar berjast við tröllin, og vaða í ritdeilu við engan annan en sjálfan Helga Hálfa sem fór fyrir Orðanefnd þess tíma, í kringum 1985, og krafðist þess að hommar og lesbíur gegndu orðinu kynhverfir (!) en til vara mættu þau kalla sig hóma og lespur. (!) Böðvar hafði auðvitað sigur í þeirri snerru, sjálfsagt sá eini sem vann ritdeilu við HH, enda með tímann sjálfan í liði með sér. […] Bókin þessi er fín og fróðleg upprifjun, ýmsar uppgötvanir líka fyrir okkur gagnkynhneigða leikmenn þarna. En leitt að heyra um hvernig hommar og lesbíur virðast hafa misst félagið sitt í hendur einhverskonar akademíuvalds, lesandinn áttar sig ekki á því hvað þarna gerðist, og er ég hér sjálfsagt kominn út á gayhálan ís, og það á mesta hálkudegi ársins.“

— Hallgrímur Helgason


„Hann Böðvar Björnsson var í eldlínunni á árunum fyrir 1980 þegar barátta samkynhneigðra fyrir tilverurétti sínum var beinlínis upp á líf og dauða. […] Frábær bók hjá einum af þessum skólafélögum sem maður vissi að myndi dansa með tilþrifum á ritvellinum.“

— Guðmundur Andri Thorsson


„Þessa bók getur enginn sem lætur sig sögu samkynhneigðra á Íslandi varða látið fram hjá sér fara.
Tímabær bók frá vini mínum Böðvari.“

— Heimir Már Pétursson


„Þessi fer á jólagjafa-óskalistann.“

— Viktor Arnar Ingólfsson


„Þetta er svo mikilvæg saga að segja og minna á.“

— Kolbeinn Marteinsson


„Spennandi — gríp mér klárlega eintak.“

— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir


„Hlakka til að lesa þessa.“

— Stefán Jónsson


„Fróðleg og upplýsandi bók.“

— Egill Grétar Björnsson