Birtandi bókaforlag hefur göngu sína með bókinni Strákar úr skuggunum eftir Böðvar Björnsson þar sem saga gay hreyfingarinnar á Íslandi í fjörutíu ár er rakin í samhengi, á einfaldan hátt og á mannamáli.

Slík saga hafði hvergi verið skráð og full þörf var á að bæta úr því. Einnig er von til þess að bókin auki skilning á baráttu samkynhneigðra í gegnum tíðina og stuðli að því að menn nái áttum og fótfestu í umræðu, sem mörgum þykir vera á villigötum.   

Höfundur sækir efnivið í aðgengilegar heimildir og minningar þeirra sem lifðu þessa tíma — og tóku virkan þátt í baráttunni. Í bókinni er gerð grein fyrir félagslegri þróun og hugmyndum sem vöktu menn til vitundar. Greint er frá upphafi baráttunnar, hvar og hvernig menn kynntust, hvernig fjölgaði í hópnum og þegar hugmyndin um félag samkynhneigðra varð til. Síðan er rakin viðburðarík og spennandi saga sigra og áfalla á langri leið samkynhneigðra til að öðlast sjálfsmynd, sjálfstraust og tilverurétt. Mikil áhersla er lögð á þátt fjöldans og samhengið í sögu gay hreyfingarinnar. Afl gay hreyfingarinnar var fjöldinn, ekki einstakir menn. Nöfn einstaklinga, sem koma við sögu, eru því tilgreind í viðauka.

Bókin Strákar úr skuggunum fæst í öllum helstu bókabúðum og hér á vefsíðunni.